Ray gerir nýjan samning við Grindavík
Knattspyrnumaðurinn Ray Anthony Jónsson skrifaði í gærkvöld undan nýjan þriggja ára samning við Grindvíkinga en þessi 31 árs gamli bakvörður hefur lengi verið í baráttunni með Suðurnesjaliðinu sem einn af lykilmönnum liðsins og er næst leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Ray segist því ætla að ljúka ferlinum með Grindavík sem sá leikjahæsti.
Ray lék 21 leik með Grindvíkingum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en alls hefur hann spilað 127 leiki með liðinu í efstu deild og hefur í þeim náð að skora 5 mörk. Ray lék með U21 árs landsliði Íslands á sínum tíma.
www.grindavik.is greinir frá.