Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Rallý á Suðurnesjum um helgina
  • Rallý á Suðurnesjum um helgina
Föstudagur 3. júní 2016 kl. 07:00

Rallý á Suðurnesjum um helgina

- Ekið um Keflavíkurhöfn á föstudagskvöld

Rallýáhugafólk getur nú tekið gleði sína eftir veturinn en fyrsta umferð Íslandsmótsins í rallý verður ekin á Suðurnesjum dagana 3. og 4. júní næstkomandi. Að venju er það Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem sér um þessa fyrstu keppni og hefur hún hlotið nafnið Orkurallý. Hefst keppnin með akstri á sérleið um Nikkel klukkan 18:10 á föstudeginum en þaðan liggur leiðin í Ökugerði - Stapafell. Er sú leið afar skemmtileg, bæði fyrir áhafnir sem og áhorfendur, en síðasta leið föstudagsins verður hin vinsæla áhorfendaleið um Keflavíkurhöfn.

Á laugardeginum verður eknar þrjár ferðir um þekkta og vinsæla leið, Djúpavatn en síðasta leið dagsins er á Kvartmílubrautinni klukkan 12:00. Alls eru fjórtán áhafnir skráðar til leiks í Orkurallið og má þar sjá reynslubolta í bland við nýliða ásamt því að örlitlar breytingar hafa orðið á áhöfnum frá síðasta keppnistímabili. Íslandsmeistari aðstoðarökumanna 2016, Aðalsteinn Símonarson, mætir nú til leiks ásamt Sigurði Braga Guðmundssyni en Siggi Bragi er vel þekktur innan rallýheimsins enda búinn að keppa nær samfellt í 30 ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn mæta einnig galvösk og ljóst er að þau ætla sér stóra hluti í sumar. Þá er gaman að geta þess að fimm áhafnir af Suðurnesjum eru skráðar til leiks. Má þar nefna reynsluboltana og fyrrum íslandsmeistara Henning Ólafsson og Árna Gunnlaugsson en spennandi verður að fylgjst með þeim eftir hrakfarir síðasta sumars. Bræðurnir Atli og Magnús Ragnarssynir munu etja kappi en Atli ekur nú í sinni fyrstu keppni.  Hefur hann kærustu sína Bryndísi Kristinsdóttur sér til aðstoðar en Magnús ekur sitt annað sumar ásamt föður þeirra, Ragnari Magnússyni.

Án efa verður keppnin spennandi og ómögulegt er að segja til um hver af áhöfnunum fjórtán mun standa uppi sem sigurvegari. Hægt verður að fylgjast með framvindu keppninnar á heimasíðu Akstursíþróttafélagsins, aifs.is, sem og á facebooksíðu félagsins.