Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Rallað um Keflavíkurhöfn í kvöld
  • Rallað um Keflavíkurhöfn í kvöld
Föstudagur 5. júní 2015 kl. 08:29

Rallað um Keflavíkurhöfn í kvöld

Í kvöld hefst Aðalskoðunarrall AÍFS og verður mikið fjör um allt Reykjanesið. Bílarnir koma til með að starta frá Aðalskoðun í Keflavík kl 18:00 og fara þeir um Nikkel svæðið og svo út á ökugerði þar fram og til baka.

Bílarnir koma svo og taka hina árlegur sérleið um Keflavíkurhöfn og hefst hún kl 20:00 í kvöld.

Byrja þeir svo aftur á laugardagsmorgun og halda þá út á Djúpavatn þar sem að eknar verða 3 ferðir og koma svo aftur í bæinn og þá verður tekinn létt sérleið um Nikkel svæðið aftur og svo út í Helguvík þar sem að búið er að búa til eina sérleið sem að ekinn verður tvisvar sinnum.

Verðlaunaafhending verður svo kl 15:30 við Aðalskoðun í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024