Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 15. ágúst 2000 kl. 22:06

Páll glaður yfir brottrekstri frá Keflavík

Páll Guðlaugsson sagðist feginn að vera laus frá Keflavík. Þetta var haft eftir honum á Stöð tvö í kvöld. Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur ákvað í dag að reka Pál sem þjálfara meistaraflokks Keflavíkur.Í tilkynningu til fjölmiðla segir orðrétt: Stjórn Knattspyrnudeildar Keflavíkur og Páll Guðlaugsson hafa í dag komist að samkomulagi um að Páll láti þegar af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu. Stjórn Knattspyrnudeildarinnar hefur jafnframt náð samkomulagi við Gunnar Oddsson og Þorstein Bjarnason um að þeir stýri meistaraflokki félagsins út tímabilið. Keflavík 15. ágúst 2000 Stjórn Knattspyrnudeildar Keflavíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024