Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ótrúleg spenna í 2. deildinni - 2 stig skilja að 1. og 7. sæti
Laugardagur 20. ágúst 2011 kl. 10:49

Ótrúleg spenna í 2. deildinni - 2 stig skilja að 1. og 7. sæti

Reynir Sandgerði náði aðeins í 2-2 jafntefli í gærkvöldi í 18. umferðinni í annarri deild karla en deildin er ótrúlega jöfn og hvert stig gulls ígildi þessa dagana.

Jóhann Magni Jóhannson, markahæsti maður deildarinnar, tryggði Reynismönnum stig undir lokin en hann skoraði bæði mörk liðsins í leiknum og nú búinn að skora 15 mörk í sumar.

Tveir leikmenn Árborgar fengu rauða spjaldið í leiknum. Fyrst varði varnarmaður liðsins á línu í stöðunni 1-0 og dæmd var vítapyrna sem Jóhann Magni skoraði úr. Almir Cosic leikmaður Árborgar fékk síðan rauða spjaldið undir lokin.

Reynimenn eru eftir sigurinn í fimmta sætinu með 29 stig, tveimur stigum frá toppliði Hattar. Njarðvíkingar eru með jafnmörg stig og Sandgerðinga en eiga leik til góða. Staðan í 2. deild hefur líklega sjaldan verið meira spennandi en aðeins munar tveimur stigum á toppsætinu og liðinu í 7. sæti deildarinnar. Í raun er það líka fáheyrt að aðeins muni 7 stigum á toppliðinu og liðinu í 9. sæti þegar svona mikið er liðið af móti.

Njarðvíkingar taka á móti Dalvík/Reyni í dag klukkan 14:00 og geta með sigri náð toppsætinu ef úrslit annara leikja verða þeim hagstæð en Njarðvíkingar eru með besta markahlutfall deildarinnar.

Staðan í deildinni


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024