Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur Keflvíkinga í Grindavík
Miðvikudagur 13. nóvember 2013 kl. 21:00

Öruggur sigur Keflvíkinga í Grindavík

Keflvíkingar unnu Suðurnesjarimmuna þegar þeir sóttu Grindvíkinga heim í Dominos-deild kvenna í kvöld.  Munurinn varð að lokum 20 stig, 64-68. Grindvíkingar byrjuðu betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta skoruðu Grindvíkingar aðeins 12 stig gegn 21 frá gestunum í Keflavík. Í byrjun seinni hálfleik náðu Grindvíkingar að saxa örlítið á forskot Keflvíkinga. Toppliðið sýndi mátt sinn og megin og kláraði leikinn af krafti eins og lokatölurnar segja til um. Keflvíkingar eru eftir leikinn ennþá á toppnum með tveggja stiga forystu á Sæfell. Grindvíkingar halda þriðja sætinu.

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík-Keflavík 64-84 (23-19, 12-21, 18-25, 11-19)

Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 22/4 fráköst, Lauren Oosdyke 19/7 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 10/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 6, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Helga Rut Hallgrímsdóttir 2/12 fráköst, Alda Kristinsdóttir 0, Marín Rós Karlsdóttir 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Hrund Skúladóttir 0.

Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 24/13 fráköst, Porsche Landry 24/12 fráköst/6 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 21, Bríet Sif Hinriksdóttir 8/8 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 4, Sandra Lind Þrastardóttir 3/6 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0.