Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur hjá bikarmeisturum UMFG
Pálína skoraði 19 stig gegn Hamri.
Sunnudagur 1. mars 2015 kl. 13:28

Öruggur sigur hjá bikarmeisturum UMFG

Bikarmeistarar Grindavíkur tóku á móti Hamarsstúlkum í Röstinni í gærdag í frestuðum leik frá því fyrr í vikunni. Það er skemmst frá því að segja að Grindvíkingar léku gesti sína grátt og lönduðu stórsigri, 88-60.
 
Hamarsstúlkur ógnuðu aldrei sigri þeirra gulklæddu en gerðu heiðarlega tilraun í þriðja leikhluta til að brúa bilið en sú mótspyrna náði ekki lengra en raun bar vitni og Grindvíkingar sigldu sigrinum heim með góðum fjórða leikhluta.
 
Pálína Guðlaugsdóttir var stigahæst í liði Grindavíkur með 19 stig og Kristina King skilaði 18 punktum.
Sydnei Moss var atkæðamest í liði Hamars með 21 stig.
 
Grindavíkurstúlkur sitja í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig, 8 stigum á eftir Keflvíkingum sem sitja í 2. sæti.
 
Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Breiðablik í Smáranum miðvikudaginn 4. mars.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024