Öruggt hjá Njarðvíkingum
Ólafur Helgi mættur aftur til leiks
Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á Valsmönnum í Dominos-deild karla í körfubolta í gær. Lokatölur urðu 80-106 í leik þar sem Njarðvíkingar sýndu allar sínar bestu hliðar. Í hálfleik var staðan 34-54 fyrir gestina í grænu og sigurinn nánast í höfn. Elvar Friðriksson var með 19 stig í hálfleik en hann var í miklu stuði í byrjun leiks.
Í seinni hálfleik gáfu Njarðvíkingar fleiri leikmönnum tækifæri og komust allir á blað nema Friðrik Stefánsson miðherji. Að lokum vannst öruggur sigur eins og áður segir. Njarðvíkingar léku sem kunnugt er án Snorra Hrafnkelssonar sem meiddist illa á dögunum, eins var Maciej Baginski frá vegna veikinda. Ólafur Helgi Jónsson er hins vegar kominn aftur eftir krossbandslit og verða það að teljast góð tíðindi fyrir Njarðvíkinga.
Hér að neðan má sjá tölfræði leiksins.
Valur-Njarðvík 80-106 (18-31, 16-23, 18-23, 28-29)
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 28/8 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 24/4 fráköst, Nigel Moore 13/10 fráköst, Ágúst Orrason 11/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9/4 fráköst, Magnús Már Traustason 7, Óli Ragnar Alexandersson 5, Ólafur Helgi Jónsson 3, Halldór Örn Halldórsson 2, Egill Jónasson 2/4 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 2, Friðrik E. Stefánsson 0/6 fráköst.