Ondo til reynslu hjá Stabæk
Gilles Mbang Ondo, framherji Grindvíkinga, er á reynslu hjá norska liðinu Stabæk þessa dagana.
Ondo er á förum frá Grindavík en hann hefur verið til skoðunar hjá fleiri félögum undanfarna mánuði.
Þessi 25 ára gamli leikmaður var meðal annars á reynslu í Ástralíu í nóvember auk þess sem félög í Búlgaríu og Ísrael hafa sýnt honum áhuga.
Ondo hefur leikið með Grindavík frá því árið 2008 og skorað 33 mörk í 55 leikjum. Hann varð markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar með fjórtán mörk.
Frétt frá Fótbolta.net.
mynd/vf.is