Öflugur liðsstyrkur til glímudeildar Njarðvíkur
Glímudeild Njarðvíkur hefur ráðið Önnu Soffíu Víkingsdóttur sem þjálfara hjá deildinni. Anna Soffía er engin aukvisi þegar kemur glímugreinum en hún er með 2. dan (2. gráða svart belti) og hefur æft og þjálfað júdó í yfir tuttugu ár. Hún hefur æft víðsvegar um heiminn, eins og í Japan og með kanadíska landsliðinu. Þá er hún einnig með brúnt belti í Brazilian Jiu-Jitsu (BJJ) sem hún hefur stundað síðan 2011.
Anna Soffía hefur náð góðum árangri í keppnisjúdó og hampað nítján Íslandsmeistaratitlum í fullorðinsflokki og átta sinnum orðið Íslandsmeistari í unglingaflokki. Hún hefur einnig orðið fjórum sinnum Norðurlandameistari og fjórum sinnum smáþjóðaleikameistari, auk þess að keppa fjölmörgum stórmótum erlendis, t.d. heimsmeistaramótinu, og unnið til verðlauna á mörgum þeirra. Í BJJ hefur Anna Soffía orðið fjórum sinnum Íslandsmeistari og annarra meistaratitla.
Það er ljóst að ráðning Önnu Soffíu er metnaðarfull og gríðarlegur styrkur fyrir glímudeildina sem mun án efa einungis eflast með tilkomu hennar í þjálfarahópinn en keppendur Njarðvíkur í hinum ýmsu greinum glímunnar hafa verið að ná frábærum árangri á undanförnum árum. Skemmst er þess að minnast þegar Njarðvíkingurinn Heiðrún Fjóla Pálsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann heimsmeistaratitilinn í opnum flokki kvenna í backhold fyrr í sumar.