Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öflugur leikmaður á leið til Grindavíkur
Föstudagur 20. janúar 2012 kl. 11:12

Öflugur leikmaður á leið til Grindavíkur

Framherjinn Tomi Ameobi er að ganga til liðs við Grindavík og mögulega gæti verið gengið frá samningum í dag.

Þetta tilkynnti Nick McCreery umboðsmaður leikmannsins á samskiptavefnum Twitter í gærkvöldi en McCreery hefur staðið að komu fjölda erlendra leikmanna hingað til lands.

,,Grindavík er komið langt í viðræðum við Tomi Ameobi og við vonumst til að ganga frá því á morgun," sagði McCreery á Twitter.

Tomi Ameobi er bróðir Shola og Sammy Ameobi sem báðir leika með Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni. Hann er 22 ára gamall og lék í framlínu BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni fyrrasumar. Hann spilaði þá alla 22 leiki liðsins í deildinni og skoraði í þeim 11 mörk, auk eins marks í þremur bikarleikjum.

Hjá Grindavík hittir hann fyrir Guðjón Þórðarson sem þjálfaði hann hjá BÍ/Bolungarvík í fyrrasumar en Guðjón tók við stjórnartaumunum í Grindavík að tímabilinu loknu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frétt frá Fótbolta.net.

Mynd: Ameobi fyrir miðri mynd þar sem hann tekur sig vel út í gula búningnum