Oddur Óðinn er upprennandi körfuboltasnillingur í Keflavík
Nafn: Oddur Óðinn Birkisson
Aldur: 10 ára
Skóli: Holtaskóli
Hvað ertu búinn að æfa körfubolta lengi?
Ég byrjaði þegar ég var í 1. bekk og þá var Sindri að þjálfa mig og núna eru Sindri og Siddi að þjálfa mig!
Hvað finnst þér skemmtilegast við körfubolta?
Að vinna og skora.
Hefurðu eignast marga vini í körfuboltanum?
Mjög marga, allir skemmtilegir.
Hverjir eru bestu leikmenn Keflavíkur karla og kvenna?
Hörður Axel og Katla Rún.
Hver er bestur í heimi?
Lebron James!