Oddaleikur Keflavíkur og ÍR í kvöld
Keflavík og ÍR mætast í oddaleik í 8-liða úrslitum Intersport-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut og hefst kl. 19:15. Leikir þessara liða í úrslitakeppninni hafa verið nokkuð fróðlegir en heimaliðin hafa unnið nokkuð auðveldlega. Ljóst er að pressan er á Keflavík þar sem þeir eru á heimavelli og leika gegn slakara liði.Tvö Suðurnesjalið, Njarðvík og Grindavík eru nú þegar komin áfram.