Njarðvíkingar tróna á toppnum
Grindavík tók á móti Keflavík í gær í Subway-deild kvenna í körfubolta og þær grindvísku nálgast nú miðja deild eftir góðan sigur á grönnum sínum. Njarðvík lagði Íslandsmeistara Vals á útivelli og eru núna einar og efstar í deildinni.
Grindavík - Keflavík 84:72
(21:27, 15:10, 23:15, 25:20)
Fyrsti leikhluti var jafn þar til í lokin að Keflvíkingar sigur fram úr og höfðu sex stig forystu að honum loknum (21:27). Grindavík sneri dæminu við með því að gera fyrstu tíu stigin í öðrum leikhluta og staðan skyndilega 31:27. Upp frá því var jafnt á flestum tölum en gestirnir tóku með sér eitt stig inn í hálfleikinn (36:37).
Jafnræði hélt áfram að vera á með liðunum en undir lok þriðja leikhluta fór heimaliðið að síga fram úr og náðu þær grindvískku að byggja upp sjö stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann (59:52). Keflvíkingar mættu grimma í síðasta fjórðunginn og breyttu stöðunni í 59:60. Spennandi lokamínútur voru framundan og var leikurinn jafn þar til í blálokin að Grindavík náði að yfirkeyra gestina og landa góðum sigri.
Mest mæddi á þeim Robbi Ryan hjá Grindavík og Daniela Wallen hjá Keflavík en Ryan hafði örlítið betur í einvígi þeirra tveggja, hún var með 31 stig, þrettán fráköst, sex stoðsendingar og 40 framlagspunkta en Wallen 27 stig, þrettán fráköst, sjö stoðsendingar og 36 framlagspunkta. Þá bakkaði Edyta Ewa Falenzcyk hana upp með 26 stig og tólf fráköst.
Frammistaða Grindvíkinga: Robbi Ryan 31/13 fráköst/6 stoðsendingar, Edyta Ewa Falenzcyk 26/12 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 8/4 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 6, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 5/5 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 4, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 4, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Edda Geirdal 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0.
Frammistaða Keflvíkinga: Daniela Wallen Morillo 27/13 fráköst/7 stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir 13/11 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 12/6 fráköst, Agnes María Svansdóttir 9/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 6/4 fráköst, Tunde Kilin 3, Hjördís Lilja Traustadóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Gígja Guðjónsdóttir 0, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Anna Lára Vignisdóttir 0, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0.
Valur - Njarðvík 60:69
(9:18, 16:18, 16:15, 19:18)
Njarðvíkingar hleyptu sóknarleik Íslandsmeistaranna aldrei í gang í gær og spiluðu góða vörn. Í fyrsta leikhluta gerðu Valskonur ekki nema níu stig gegn átján Njarðvíkurstigum og Njarðvík leiddi leikinn allan tímann. Frammistaða Ailysha Collier skyggði á aðra leikmenn en hún var með 21 stig, sautján fráköst, sex stoðsendingar og 36 framlagspunkta, sú sem komst næst henni í framlagi var í Val með 22 punkta.
Nýliðar Njarðvíkur hafa leikið fantavel í vetur og eiga sannarlega skilið að vera í þeirri stöðu sem þær eru í. Aliyah Collier, Lavina De Silva og Diane Diéné hafa fallið vel inn í leik liðsins og styrkt verulega ungt og efnilegt lið Njarðvíkur.
Frammistaða Njarðvíkinga: Aliyah A'taeya Collier 21/17 fráköst/6 stoðsendingar, Lavína Joao Gomes De Silva 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Diane Diéné Oumou 12/9 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 11, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 4, Helena Rafnsdóttir 3, Vilborg Jonsdottir 3/4 fráköst, Dzana Crnac 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Eva María Lúðvíksdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0.