Njarðvíkingar slegnir út í undanúrslitum
Njarðvík tapaði fyrir Tindastóli í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla sem fór fram á Sauðárkróki í gær. Viðureignir Njarðvíkur og Tindastóls hefðu getað fallið með hvoru sem er og Njarðvíkingar geta gengið hnarreistir frá borði eftir góða frammistöðu en þeir urðu deildarmeistarar og bikarmeistarar í vetur.
Tindastóll-Njarðvík 89:83
(27:33, 18:14, 23:14, 21:22)
Njarðvík: Nicolas Richotti 24/7 fráköst, Dedrick Deon Basile 22/6 fráköst/7 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 13/5 fráköst, Mario Matasovic 12, Haukur Helgi Pálsson 6, Logi Gunnarsson 3, Ólafur Helgi Jónsson 3/4 fráköst, Jan Baginski 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Maciek Stanislav Baginski 0, Veigar Páll Alexandersson 0.
Viðtal sem Karfan.is tók við Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfara Njarðvíkinga, má sjá í spilaranum hér að neðan.