Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar semja við 5 leikmenn
F.v.: Viktor, Róbert, Magnús, Óðinn og Bergþór í Njarðvíkurbúningum.
Mánudagur 2. mars 2015 kl. 15:04

Njarðvíkingar semja við 5 leikmenn

Leika fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum á fimmtudag í Reykjaneshöllinni.

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur samið við 5 leikmenn fyrir komandi tímabil en Njarðvíkingar mæta liði KFR í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum nk. fimmtudag í Reykjaneshöllinni.

Róbert Örn Ólafsson kemur til liðsins frá Víði í Garði og Óðinn Jóhannsson frá Keflavík. Róbert á að baki 71 leik með meistaraflokki Víðis og hefur skorað í þeim 16 mörk en Óðinn spilaði með 2. flokki Keflavíkur á síðasta tímabili. Þess má til gamans geta að Ómar Jóhannsson, aðstoðarþjálfari liðsins, er bróðir Óðins.

Þá hafa Njarðvíkingar samið við þrjá leikmenn sem léku með liðinu sem lánsmenn í fyrrasumar, þá Bergþór Smárason, Magnús Þór Magnússon og Viktor Hafsteinsson, en allir komu þeir á láni frá Keflavík.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024