Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar áttu ekki í vandræðum með Breiðhyltinga
Fotios Lampropoulos var góður í liði Njarðvíkur í gær með 24 stig, ellefu fráköst, þrjár stoðsendingar og 32 framlagspunkta. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 17. desember 2021 kl. 12:24

Njarðvíkingar áttu ekki í vandræðum með Breiðhyltinga

Njarðvík hafði mikla yfirburði í leik Njarðvíkur og ÍR í Subway-deild karla í körfuknattleik sem fram fór í Ljónagryfjunni í gær. Njarðvík deilir nú þriðja til fimmta sæti með Grindavík og Tindstóli, öll með tólf stig, en deildarmeistarar Keflavíkur og Íslandsmeistarar Þórs Þorlákshöfn eru efst með sextán stig en Þór ogTindastólll hafa leikið einum leik fleiri en hin liðin.

Njarðvík - ÍR 109:81

(26:19, 31:17, 26:22, 26:23)

Njarðvíkingar tóku leikinn föstum tökum frá byrjun og ÍRingar áttu aldrei séns í þessari viðureign.Í hálfleik munaði 21 stigi (57:36) og fóru leikar þannig að Njarðvík vann með 31 stigs mun.

Fotios Lampropoulos var atkvæðamikill í gær með 24 stig, ellefu fráköst, þrjár stoðsendingar og 32 framlagspunkta. Þá voru þeir Logi Gunnarsson og Veigar Páll Alexanderson mættir aftur eftir meiðsli og veikindi, hvor um sig var með ellefu stig í leiknum og í myndskeiði neðar á síðunni má sjá glæsitilþrif Loga í leiknum í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frammistaða Njarðvíkinga: Fotios Lampropoulos 24/11 fráköst, Dedrick Deon Basile 19/4 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Helgi Pálsson 18/7 fráköst, Mario Matasovic 11/6 fráköst, Veigar Páll  Alexandersson 11, Logi Gunnarsson 11, Nicolas Richotti 8/4 fráköst/8 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 2, Bergvin Einir Stefánsson 0, Elías Bjarki Pálsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0.

Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá snilldarsendingu Loga Gunnarssonar til Fotios Lampropoulos sem klárar með troðslu. Myndskeiðið er af Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur

Tengdar fréttir