Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík vann Fjölni og er einum sigri frá úrslitum
De Silva átti góðan þátt í sigri Njarðvíkinga þegar hún setti niður átján stig og var með 26 framlagspunkta. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 10. apríl 2022 kl. 21:52

Njarðvík vann Fjölni og er einum sigri frá úrslitum

Njarðvíkingar komu sér í góða stöðu með sínum öðrum sigri í röð á deildarmeisturum Fjölnis í úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfuknattleik. Öruggur sigur 21 stiga sigur í kvöld og liðið getur tryggt sér farseðilinn í úrslitin á heimavelli næsta miðvikudag.

Fjölnir - Njarðví 51:72

(13:29, 12:20, 14:13, 12:10)
Collier virðist bara eflast eftir því sem leikjunum fjölgar – hún var algerlega frábær í kvöld með 37 framlagspunkta.

Þær grænklæddu voru harðar í horn að taka í kvöld og héldu sókn Fjölnis algerlega í skefjum enda var mesta stigaskor deildarmeistaranna aðeins fjórtán stig í einum leikhluta. Sem fyrr var það Aliyah Collier sem kvað mest að (19 stig/17 fráköst/4 stoðsendingar/37 framlagspunktar) en góð frammistaða var hjá fleirum; Lavína Joao Gomes De Silva (18/9/3/26), Diane Diéné Oumou (13/6/6/20), Helena Rafnsdóttir (10/2/1/8).

Varnarleikur Njarðvíkur var til fyrirmyndar og komst Aliyah Daija Mazyck, besti leikmaður Fjölnis, ekki í gang allan leikinn.

Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum hafa Njarðvíkingar heldur betur tekið sig á og sýnt að fá lið standast þeim snúning í deildinni og á miðvikudag má reikna með að þær mæti alveg brjálaðar til leiks til að tryggja sér farðseðilinn í úrslitin en það lið sem hefur betur í einvíginu mætir Haukum sem unnu Val 3:0 í hinum legg undanúrslitanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir