Njarðvík úr leik í bikarnum – Moss látin fara
Kvennalið Njarðvíkur beið afhroð gegn Haukum þegur liðin mættust á Ávöllum í undanúrslitum Subway-bikarsins. Úrslit urðu 73-41.
Í upphafi stefndi allt í hörku leik. Njarvðíkingar áttu fyrstu körfu leiksins með þriggja stiga skoti. Haukar skoruðu þá sex stig í röð en þá náði Njarðvík góðum kafla og skoruðu átta stig án þess að Haukastúlkur næðu að svara. En þær gerðu það svo sannarlega þegar hér var komið sögu og skoruðu 17 stig í röð. Njarðvíkingar urðu síðan fyrir áfalli þegar Sigurlaug Guðmundsdóttir þurfti að fara af leikvelli vegna meiðsla. Það virtist setja þær út af laginu, Haukar gengu á lagið og höfðu 20 stiga forystu í hálfleik. Eftir það var ljóst í hvað stefndi.
Eftir leikinn var ákveðið að reka Shantrell Moss en hún var stigahæst í liði Njarðvíkur með 16 stig.
Það verða því Keflvík og Haukar sem mætast í úrslitum bikarkeppninngar en Keflavík burstaði lið Fjölnis á föstudaginn.
Sjá nánar umfjöllun www.karfan.is
---
VFmynd - Örlög Shantrell Moss voru ráðin eftir leikinn gegn Haukum. Hún var látin fara frá Njarðvík.