Njarðvík tapaði toppslagnum
Þrír leikir fóru fram í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í gær. Grindvíkingar skelltu Blikum í botnslag deildarinnar og minnkuðu muninn á liðunum í tvö stig. Keflavík tapaði fyrir Haukum í Hafnarfirði og í toppslag deildarinnar hafði Fjölnir betur gegn Njarðvíkingum sem eru fyrir vikið komnar í þriðja sæti deildarinnar.
Grindavík - Breiðablik 80:73
(22:9, 21:22, 24:25, 13:17)
Grindvíkingar með góðan sigur en meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Grindvíkingum að undanförnu.
Robbi Ryan með 22 stig og Hulda Björk Ólafsdóttir með nítján.
Haukar - Keflavík 76:58
(23:14, 11:16, 23:9, 19:19)
Keflavík sá aldrei til sólar gegn Haukum sem hafa verið á góðri siglingu að undanförnu.
Daniela Wallen með nítján stig og þær Anna Ingunn Svansdótttir og Eygló Kristín Óskarsdóttir með sín hvor tíu stigin.
Fjölnir - Njarðvík 80:76
(17:16, 24:26, 19:14, 20:20)
Njarðvík og Fjölnir voru jöfn með 26 stig ásamt Val fyrir leikinn í gær en með tapinu misstu Njarðvíkingar Fjölni tveimur stigum upp fyrir sig. Valur er í öðru sæti með jafn mörg stig og Njarðvík en á leik til góða.
Það var Aliyah Collier sem stóð upp úr í liði Njarðvíkinga og gerði hún nærri helming stiga liðsins, 35 stig og 44 framlagspunktar.