Njarðvík tapaði og er í fjórða sæti
Keflavík hafði betur gegn Grindavík
Keflvíkingar áttu ekki í nokkrum vandræðum með Grindavík þegar leikið var á heimavelli þeirra síðarnefndu í Subway-deild kvenna í gær. Keflavík hafði 39 stiga sigur þegar upp var staðið, 46:85. Á sama tíma áttust Valur og Njarðvík við í efri hluta deildarinnar og varð niðurstaðan tíu stiga sigur Valskvenna. Þar með er ljóst að Njarðvík er í fjórða sæti Subway-deildar kvenna með 26 stig, tíu stigum meira en Keflavík hefur í fimmta sæti en Keflavík á eftir að leika þrjá leiki svo ljóst er að þær og Grindavík komast ekki í úrslitakeppnina í ár en það verða Njarðvík, Valur, Haukar og Fjölnir sem fara áfram.
Grindavík - Keflavík 46:85
(11:22, 11:23, 12:18, 12:22)
Það má eiginlega segja að þessi leikur hafi verið leikur kattarins að músinni, Grindavík eygði aldrei möguleika og Keflavík hafði yfirburði í öllum leikhlutum.
Frammistaða Grindvíkinga: Edyta Ewa Falenzcyk 14/6 fráköst, Robbi Ryan 13/6 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 5/4 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 4/4 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 4, Arna Sif Elíasdóttir 3, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 3, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 0, Sigurbjörg Eiríksdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.
Frammistaða Keflvíkinga: Daniela Wallen Morillo 29/19 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 18/5 fráköst/7 stoðsendingar, Katla Rún Garðarsdóttir 11/5 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 9/10 fráköst, Tunde Kilin 7, Eygló Kristín Óskarsdóttir 7/7 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/4 fráköst, Gígja Guðjónsdóttir 2, Brynja Hólm Gísladóttir 0, Anna Lára Vignisdóttir 0, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Ásthildur Eva H. Olsen 0.
Valur - Njarðvík 76:66
(21:16, 17:18, 22:19, 16:13)
Valur reyndist einfaldlega sterkara liðið á endanum en jafnræði var á liðunum framan af. Það munaði aðeins fjórum stigum á liðunum í hálfleik (38:34) og Njarðvíkingar náðu að jafn leikinn í þriðja leikhluta (48:48) en eftir það gáfu Valsarar í og héldu forystunni út leikinn.
Njarðvík er með 26 stig í fjórða sæti og á eftir að leika tvo leiki, Valur og Haukar eru með 28 stig og eiga þrjá leiki inni hvort, Fjölniskonur eru á toppnum með 30 stig og eiga eftir að leika tvo leiki eins og Njarðvík.
Frammistaða Njarðvíkinga: Aliyah A'taeya Collier 24/8 fráköst/4 varin skot, Diane Diéné Oumou 20/8 fráköst, Lavína Joao Gomes De Silva 8/13 fráköst/5 stoðsendingar, Vilborg Jonsdottir 7/4 fráköst/7 stoðsendingar, Helena Rafnsdóttir 4, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Dzana Crnac 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.