Njarðvík sigraði ÍR - Travis Holmes með 54 stig
Njarðvíkingar unnu í kvöld mikilvægan sigur á ÍR-ingum í Iceland Express-deild karla í körfubolta með 103 stigum gegn 93. Travis Holmes átti alveg hreint magnaðan leik og setti hvorki meira né minna en 54 stig í leiknum. Auk þess var hann með 11 fráköst og 4 stoðsendingar. Sannarlega frábær framistaða í fjarveru Cameron Echols.
Grindvíkingar unnu svo æsispennandi leik gegn Haukum í Hafnarfirði með eins stigs mun.
Nánar síðar.
Myndir/EJS. Það réð enginn við Travis Holmes í kvöld og Einar Árni þjálfari var augljóslega ánægður með það.