Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík er deildarmeistari Subway-deildar karla
Fyrirliðinn Logi Gunnarsson lyftir bikarnum frammi fyrir stuðningsmönnum Njarðvíkinga sem létu vel í sér heyra á leiknum. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 31. mars 2022 kl. 21:40

Njarðvík er deildarmeistari Subway-deildar karla

Njarðvíkingar urðu deildarmeistarar Subway-deildar karla rétt í þessu eftir fimm stiga sigur á Keflavík í troðfullri Ljónagryfju. Eins og við var að búast var þetta hörkuleikur enda ekkert gefið eftir þegar þessi tvö lið mætast.

Sigur Njarðvíkinga var sanngjarn þótt gestirnir hafi sett pressu á þá í lokin og verið nálægt því að jafna en lokatölur 98:93 og annar bikarinn kominn í Ljónagryfjuna á innan við ári.

Njarðvíkingar eru deildarmeistarar 2022.

Við fjöllum nánar um leikinn seinna í kvöld og verðum jafnframt með myndaveislu frá nágrannaslagnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir