Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Íþróttir

Njarðvík enn á botninum eftir fjórða tapið í röð
Föstudagur 11. júlí 2008 kl. 01:48

Njarðvík enn á botninum eftir fjórða tapið í röð

Enn syrtir í álinn fyrir Njarðvíkinga í 1. deild karla í knattspyrnu, en þeir töpuðu fyrir Þór á Akureyri í kvöld, 3-1, og sitja sem fyrr á botni deildarinnar.
 
Aron Smárason kom UMFN yfir með marki úr vítaspyrnu á 25. mínútu, en áður en fyrri hálfleikur var liðinn hafði einum leikmanni Þórs verið vikið af leikvelli.
 
Í seinni hálfleik jafnaði Aleksandar Linta leikinn, einnig úr víti, á 68. mínútu og Ármann Pétur Ævarsson kom Þórsurum yfir á 80. mínútu. Þá var Njarðvíkingnum Alexander Magnússyni vikið af velli á sama tíma.
 
Ármann kláraði svo leikinn á lokamínútu leiksins með sínu öðru marki og þriðja marki Þórsara þannig að fjórða deildartap Njarðvíkur er staðreynd og þeir hafa ekki unnið leik í rúman mánuð, eða frá heimasigri gegn KA þann 6. júní.
 
Þeir eru neðstir í deildinni, eins og áður sagði, með 6 stig, líkt og KS/Leiftur.
 
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25