Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nes: Góður árangur á Íslandsmóti
Miðvikudagur 25. mars 2009 kl. 13:40

Nes: Góður árangur á Íslandsmóti


Liðsmenn íþróttafélagsins Nes náðu góðum árangri á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra, sem fram fór um síðustu helgi. Keppt var í sundi, boccia, lyftingum, bogfimi og frjálsum íþróttum. Nesarar náðu m.a. silfuverðlaunum í 2. deild í boccia og voru fyrirferðarmikilir í fjálsum íþróttum. Sem dæmi má nefna að Nes átti keppendur í þremur efstu sætunum í 7,26 kg kúluvarpi 19 – 22 ára en það voru þeir Gestur Þorsteinsson, Eðvarð Sigurjónsson og Jón Reynisson. Þá voru þeir Jósef W. Daníelson, Eðvarð og Jón í efstu sætunum í langstökki í sama aldursflokki. Lára Ingimundardóttir varð önnur í 60 metra hlaupi í sínum aldursflokki
---
Mynd/ www.ifsport.is - Silfursveit Nes skipuðu þeir Arnar Már Ingibjörnsson, Konráð Ragnarsson og Gestur Þorsteinsson. Þeir eru hér í bláum félagsbúningum við verðlaunaafhendinguna,

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024