Misjafnt gengi Suðurnesjaliðanna
- Þegar fyrsta umferð Dominos-deildar kvenna hófst
Fyrsta umferð Dominos-deildar kvenna hófst í kvöld með fjórum leikjum en öll Suðurnesjaliðin léku á útivelli að þessu sinni. Bæði Keflvíkingar og Njarðvíkingar hrósuðu sigri en nýliðarnir í Grindavík máttu þola tap.
Keflvíkingar unnu fremur öruggan sigur á Haukum, 62-79 þar sem Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest. Njarðvíkingar, með þjálfarann Lele Hardy fremsta í flokki, unnu sigur á Fjölni 63-74, en Hardy skilaði þar ansi góðri tölfræði, 33 stigum, 19 fráköstum og 8 stolnum boltum. Grindvíkingar töpuðu gegn sterku KR liði þar sem Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir var með 14 stig fyrir Grindavík en nánari tölfræði má sjá hér að neðan.
KR-Grindavík 62-51
Stig Grindvíkinga: Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 14, Helga Rut Hallgrímsdóttir 13/11 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 9/11 fráköst, Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 7, Alexandra Marý Hauksdóttir 4, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/6 fráköst.
Haukar-Keflavík 62-79
Stig Keflvíkinga: Sara Rún Hinriksdóttir 19/9 fráköst, Jessica Ann Jenkins 18/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 12/6 stolnir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 10/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 5/11 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Bryndís Guðmundsdóttir 2.
Fjölnir-Njarðvík 63-74
Stigin hjá Njarðvík: Lele Hardy 33/19 fráköst/8 stolnir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 14/4 fráköst, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7, Aníta Carter Kristmundsdóttir 6, Emelía Ósk Grétarsdóttir 5, Salbjörg Sævarsdóttir 4/5 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 3, Sara Dögg Margeirsdóttir 2.