Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Misjafnt gengi Suðurnesjaliðanna
Lele Hardy var heit í kvöld.
Miðvikudagur 3. október 2012 kl. 21:00

Misjafnt gengi Suðurnesjaliðanna

- Þegar fyrsta umferð Dominos-deildar kvenna hófst

Fyrsta umferð Dominos-deildar kvenna hófst í kvöld með fjórum leikjum en öll Suðurnesjaliðin léku á útivelli að þessu sinni. Bæði Keflvíkingar og Njarðvíkingar hrósuðu sigri en nýliðarnir í Grindavík máttu þola tap.

Keflvíkingar unnu fremur öruggan sigur á Haukum, 62-79 þar sem Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest. Njarðvíkingar, með þjálfarann Lele Hardy fremsta í flokki, unnu sigur á Fjölni 63-74, en Hardy skilaði þar ansi góðri tölfræði, 33 stigum, 19 fráköstum og 8 stolnum boltum. Grindvíkingar töpuðu gegn sterku KR liði þar sem Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir var með 14 stig fyrir Grindavík en nánari tölfræði má sjá hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

KR-Grindavík 62-51

Stig Grindvíkinga: Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 14, Helga Rut Hallgrímsdóttir 13/11 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 9/11 fráköst, Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 7, Alexandra Marý Hauksdóttir 4, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/6 fráköst.

Haukar-Keflavík 62-79

Stig Keflvíkinga: Sara Rún Hinriksdóttir 19/9 fráköst, Jessica Ann Jenkins 18/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 12/6 stolnir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 10/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 5/11 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Bryndís Guðmundsdóttir 2.

Fjölnir-Njarðvík 63-74

Stigin hjá Njarðvík: Lele Hardy 33/19 fráköst/8 stolnir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 14/4 fráköst, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7, Aníta Carter Kristmundsdóttir 6, Emelía Ósk Grétarsdóttir 5, Salbjörg Sævarsdóttir 4/5 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 3, Sara Dögg Margeirsdóttir 2.