Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Mikilvægt fyrir okkur að fá sem flesta á völlinn“
Sunnudagur 13. maí 2018 kl. 07:00

„Mikilvægt fyrir okkur að fá sem flesta á völlinn“

- „Markmið okkar er að fara upp um deild,“ segir Haraldur Guðmundsson, þjálfari Reynis.

Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Reynis Sandgerði í knattspyrnu, tók við liðinu í vetur en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og liðið leikur því í fyrsta sinn undir stjórn hans í sumar. Haraldur svaraði nokkrum spurningum fyrir Víkurfréttir um knattspyrnusumarið, markmið Reynis og stuðninginn.

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið?
Undirbúningstímabilið hefur gengið vel, höfum æft vel bæði í Reykjaneshöllinni og Sporthúsinu ásamt að því að hafa spilað fullt af æfingarleikjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvernig er staðan á hópnum?
Staðan á hópnum er mjög góð, erum með stóran hóp og marga góða leikmenn.

Hvert er markmið sumarsins?
Markmiðið er að fara upp um deild.

Ætlið þið að fá fleiri leikmenn til ykkar áður en leikmannaglugginn lokar?
Nei, við erum ekki að leyta sérstaklega að fleiri leikmönnum en eins og öll lið að ef okkur býðst góður leikmaður þá skoðum við það hverju sinni.

Er einhver leikmaður sem þú vilt nefna sem hefur sýnt framfarir í vetur eða bindur miklar vonir við?
Ég ætla ekki að nefna einhvern einn leikmann en það eru nokkrir ungir drengir sem hafa að mínu mati tekið þó nokkrum framförum í sínum leik og ég bind vonir við að þeir eigi eftir að stíga ennþá frekar upp í sumar.

Hver er leiðtoginn í hópnum og heldur leikmönnum saman?
Það eru sem betur fer nokkrir leiðtogar í hópnum en Rúnar Gissurason er fyrirliðinn okkar og hann er sterkur karakter sem gefur af sér bæði innan og utan vallar.

Skiptir stuðningurinn máli?
Stuðningurinn skiptir að sjálfsögðu máli og það er mikilvægt fyrir okkur að fá sem flesta á völlinn, finna fyrir því frá bæjarbúum að við höfum þeirra stuðning.

Hver er ykkar styrkleiki/veikleiki?
Styrkleikinn held ég að sé sæmileg reynsla í bland við unga leikmenn ásamt  samheldni. Við erum með frekar stóran hóp af leikmönnum sem eru allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum til þess að Reynir fari upp um deild.