Mikil dramatík í uppbótartíma
Þróttur Vogum tapaði í gær fyrir KF í 2. deild karla í knattspyrnu. Allt var jafnt þegar komið var fram í uppbótartíma en þá var Birki Guðmundssyni vikið af velli með rautt spjald (90'+1). Heimamenn í KF nýttu sér að vera manni fleiri og skoruðu sigurmarkið rétt áður en blásið var til leiksloka (90'+6). Víðismenn misstigu sig í toppbaráttu 3. deildar þegar þeir töpuðu fyrir Kára á heimavelli.
KF - Þróttur 3:2
Heimamenn skoruðu sitt hvoru megin við hálfleikinn (40' og 48') og komust í 2:0.
Fyrirliði Þróttar, Adam Árni Róbertsson, minnkaði munninn mínútu eftir seinna mark KF (48') og jafnaði svo leikinn á 64. mínútu. Sigurmark KF kom svo í uppbótartíma eins og fyrr segir.
Víðir - Kári 0:1
Víðismenn fóru illa með færin í gær og var refsað með marki úr vítaspyrnu undir lok venjulegs leiktíma (89').
Víðismenn gætu því verið að missa Kormák/Hvöt sex stigum upp fyrir sig í 3. deild karla en þar sitja Reynismenn á toppnum með 35 stig. Kormákur/Hvöt er með 29 stig og á leik til góða en Víðir er í þriðja sæti með 26 stig eftir fimmtán umferðir.