Marín Rún komin aftur í Keflavík
Marín Rún Guðmundsdóttir hefur gengið á ný til liðs við Keflavík eftir stutta dvöl hjá Hellas Verona á Ítalíu og Grindavík.
Marín er miðju- og sóknarmaður sem á að baki 122 leiki með Keflavík og hefur skorað í þeim 27 mörk. Marín Rún á sannarlega eftir að styrkja lið Keflavíkur í seinni hluta mótsins en Keflavík er sem stendur í sjöunda sæti, jafnt Þór/KA að stigum.
Besta deild kvenna er farin í gang að nýju eftir hlé vegna Evrópumóts kvenna og mætir Keflavík Breiðabliki föstudaginn 5. ágúst næstkomandi en Keflavík hafði betur með einu marki gegn engu í fyrri viðureign liðanna.