Máni líklega á leið til Keflavíkur
Útvarpsmaðurinn og knattspyrnuþjálfarinn, Máni Pétursson, mun að öllum líkindum bætast í þjálfarateymi Keflavíkur á næstu dögum. Þorsteinn Magnússon framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur sagði í samtali við Víkurfréttir að Máni myndi þá verða annar aðstoðarþjálfari liðsins, en fyrir er Gunnar Magnús Jónsson.
„Máni er toppnáungi og það er gaman að hafa hann í hópnum. Við erum áhugasamir og það er hann líka,“ sagði Þorsteinn. Máni var Kristjáni Guðmundssyni til aðstoðar síðasta sumar og er því öllum hnútum kunnugur í Bítlabænum Hann hefur margsinnis líst yfir aðdáun sinni á klúbbnum opinberlega og er vel liðinn hjá leikmönnum.