Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús kallaður í hópinn
Fimmtudagur 1. september 2005 kl. 10:20

Magnús kallaður í hópinn

Markvörðurinn Magnús Þormar frá Keflavík hefur bæst í U 21 árs landsliðshópinn í knattspyrnu sem leikur gegn Króatíu og Búlgaríu í þessari og næstu viku.

Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, getur ekki tekið þátt í leikjunum og því valdi Eyjólfur Sverrisson Magnús í hans stað. Magnús er því þriðji Keflvíkingurinn í U 21 árs liðinu en fyrir eru félagar hans þeir Hörður Sveinsson og Jónas Guðni Sævarsson.

VF-mynd/ Jón Örvar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024