Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús gladdi liðsfélagana með pizzaveislu
Arnór Ingvi Traustason og Jóhann Birnir Guðmundsson fengu sér pizzu í kvöld. Mynd/Frans Elvarsson.
Þriðjudagur 11. júní 2013 kl. 22:01

Magnús gladdi liðsfélagana með pizzaveislu

Það eru ýmsar agareglur sem knattspyrnulið setja sér. Liðsmenn Keflavíkur eru þar engir..

Það eru ýmsar agareglur sem knattspyrnulið setja sér. Liðsmenn Keflavíkur eru þar engir eftirbátar. Magnús Þórir Matthíasson brást félögum sínum í leik gegn Fram í gærkvöld þegar hann fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa stjakað við Jordan Halsman, leikmanni Fram.

Magnús Þórir þurfti að taka út sína refsingu í dag. „Ef leikmenn lenda í banni, fá rautt spjald eða uppsöfnuð gul spjöld þá þurfa þeir að koma með bakkelsi, pizzaveislu, grilla ofan í liðið eða eitthvað í þá áttina,“ segir Frans Elvarsson í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús mætti með pizzaveislu fyrir leikmenn Keflavíkur í dag sem gæddu sér kátir á Domino’s pizzum. „Þegar leikmenn eiga afmæli þá eiga þeir líka að koma með bakkelsi á æfingu,“ bætir Frans við en Sigurbergur Elísson átti afmæli í gær og kom því með köku á æfingu. Það var því sannarlega veisla á æfingu Keflvíkinga í dag.