Loksins sigur hjá Grindvíkingum
Grindvíkingar sitja í 9. sæti Domino’s deildar karla eftir nauman heimasigur gegn Valsmönnum í kvöld. Lokatölur í Röstinni 90-88, þar sem Lewis Clinch leiddi gula með 24 stig og 7 stoðsendingar. Ólafur Ólafsson bætti 18 stigum í púkkið og Sigtryggur Arnar 12. Nýi leikmaðurinn, Bamba, var með 9 stig og 8 fráköst á 22 mínútum. Grindvíkingar höfðu tapað þremur leikjum í röð en náðu að hrista af sér slenið í kvöld. Þeirra bíður erfitt verkefni í næstu umferð þegar Stjörnumenn koma í heimsókn.
Grindavík: Lewis Clinch Jr. 24/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 18/8 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 12/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jordy Kuiper 12/7 fráköst/5 stoðsendingar, Tiegbe Bamba 9/8 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 6, Johann Arni Olafsson 5, Hilmir Kristjánsson 4, Nökkvi Már Nökkvason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Hlynur Hreinsson 0.