Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Loksins sigur hjá Grindvíkingum
Fimmtudagur 1. nóvember 2018 kl. 23:31

Loksins sigur hjá Grindvíkingum

Grindvíkingar sitja í 9. sæti Domino’s deildar karla eftir nauman heimasigur gegn Valsmönnum í kvöld. Lokatölur í Röstinni 90-88, þar sem Lewis Clinch leiddi gula með 24 stig og 7 stoðsendingar. Ólafur Ólafsson bætti 18 stigum í  púkkið og Sigtryggur Arnar 12. Nýi leikmaðurinn, Bamba, var með 9 stig og 8 fráköst á 22 mínútum. Grindvíkingar höfðu tapað þremur leikjum í röð en náðu að hrista af sér slenið í kvöld. Þeirra bíður erfitt verkefni í næstu umferð þegar Stjörnumenn koma í heimsókn.

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 24/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 18/8 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 12/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jordy Kuiper 12/7 fráköst/5 stoðsendingar, Tiegbe Bamba 9/8 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 6, Johann Arni Olafsson 5, Hilmir Kristjánsson 4, Nökkvi Már Nökkvason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Hlynur Hreinsson 0.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024