Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikir kvöldsins: Sigrar á línuna
Miðvikudagur 15. júní 2005 kl. 22:41

Leikir kvöldsins: Sigrar á línuna

Keflavík lyfti sér upp í 3. sæti Landsbankadeildar karla á ný með góðum sigri á ÍA, 1-2 á Skaganum.

Hjörtur Hjartarson kom heimamönnum yfir rétt fyrir hálfleik, en Guðjón Árni Antoníusson jafnaði leikinn áður en fyriliðinn Guðmundur Steinarsson tryggði sigur á 77. mínútu.

Eini skugginn á leik Keflvíkinga var sá að Ómar Jóhannsson markvörður, slasaðist í samstuði í upphafi leiks og var fluttur á sjúkrahús.

Önnur Suðurnesjalið sigruðu í leikjum sínum, en Njarðvík sigraði Selfoss, 2-1, í 2. deild, GG sigraði Núma í 3. deild A-riðli, 6-1, og Reynir sigraði Ými 5-3 í B-riðli sömu deildar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024