Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikið í neðri deildunum í dag
Grindvík og Þróttur Vogum verða m.a. í eldlínunni í dag
Laugardagur 23. maí 2015 kl. 09:00

Leikið í neðri deildunum í dag

Grindavík, Njarðvík, Reynir og Þróttur í eldlínunni

Fjölmargir leikir fara fram í neðri deildunum í dag en leikið er í 1., 2., 3. og 4. deild.

Grindvíkingar freista þess að ná í sín fyrstu stig í 1. deild er liðið fær Gróttu í heimsókn í 3. umferð en liðið mun leika án Óla Baldurs Bjarnasonar, síns skæðasta sóknarmanns, sem fékk rautt spjald í síðustu umferð gegn Haukum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í 2. deild mæta Njarðvíkingar botnliði Dalvíkur/Reynis á Njarðtaksvellinum í 3. umferð mótsins. Njarðvíkingar hafa unnið báða leiki sína fram að þessu og eru á toppnum þar sem þeir geta haldið sér með sigri.

Í 3. deildinni munu Reynismenn mæta Berserkjum á Víkingsvelli en Reynismenn töpuðu opnunarleik sínum í deildinni á heimavelli gegn Völsungi.

Að lokum er leikin 1. umferð í 4. deildinni þar sem að Þróttur Vogum tekur á móti Erninum á Vogabæjarvelli.

Hér að neðan má sjá alla leiki Suðurnesjaliðanna í dag:

1. deild: Grindavík - Grótta   Grindavíkurvöllur kl. 14

2. deild: Njarðvík - Dalvík/ Reynir Njarðtaksvöllur kl. 16

3. deild: Berserkir - Reynir S  Víkingsvöllur kl. 13 

4. deild: Þróttur Vogum - Örninn Vogabæjarvöllur kl. 14