Leik Þróttar frestað tvívegis um helgina
Fyrsta leik Þróttar Vogum gegn Sindra í úrslitakeppni 1. deildar var frestað tvívegis um helgina vegna ófærðar en upphaflega átti leikurinn að fara fram á Höfn á laugardaginn.
Körfuknattleikssamband Íslands vinnur að nýjum leiktíma en liðin ættu að mætast öðru sinni í íþróttahúsinu Sandgerði á morgun, þriðjudaginn 9. apríl.