Leik Grindavíkur og ÍBV frestað um óákveðinn tíma - 11 lagstir í rúmið
Leik Grindavíkur og ÍBV sem átti að fara í dag, sunnudag, hefur verið frestað vegna inflúensufaraldurs sem stakk sér í herbúðir Grindavíkur. Tveir hafa greinst með svínaflensu. KSÍ frestaði leiknum eftir að staðfesting barst frá lækni sem hafði skoðað leikmennina.
Alls eru 11 leikmenn liðsins með inflúensueinkenni.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær leikur Grindavíkur og ÍBV fer fram.
Búningsklefar og svæðið við gula húsið svokallaða á íþróttasvæðinu í Grindavík hefur verið sótthreinsað.