Lárus Ýmir með fyrirlestur í Akademíunni

Á morgun, 24.október klukkan 20.00 verður Lárus Ýmir Óskarsson með spennandi fyrirlestur í Íþróttaakademíunni sem kallast ,,Frá fyrsta teigi til loka pútts.”

 

Ertu taugaveiklaður á fyrsta teig? Verðurðu fúll út í sjálfan þig þegar þú slæsar út í móa? Hér verður huglæga hliðin á því að spila golf tekin fyrir. Fjallað verður um hvernig við gerum okkur erfitt fyrir, ómeðvitað. Hvernig okkur hættir til að hugsa of mikið um það sem tókst slaklega og hafa áhyggjur af því sem koma skal. Einnig hvernig okkur hættir til að láta umhverfið og vanahugsanir trufla okkur.

 

Skráning í síma 420-5500 og á akademian@akademian.is.