RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Fylgja báti til Sandgerðis
Miðvikudagur 20. ágúst 2025 kl. 10:03

Fylgja báti til Sandgerðis

Á fjórða tímanum í nótt var björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein kallað út á hæsta forgangi eftir að smábátur datt úr ferilvöktun hjá Vaktstöð siglinga. Báturinn var um 40 sjómílur suðvestur af Reykjanestá.

Um það leyti sem Hannes var að leggja úr höfn fannst báturinn, en þá hafði komið upp bilun í rafkerfi hans.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Áhöfnin á Hannesi var beðin um að halda í átt að bátnum og fylgja honum til lands. Þegar þetta er skrifað eiga skipin um klukkutíma siglingu eftir til Sandgerðis.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025