Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Kristín Kristjáns og Samkaup verðlaunuð
Fimmtudagur 31. desember 2009 kl. 15:54

Kristín Kristjáns og Samkaup verðlaunuð

Kristín Kristjánsdóttir fékk sérstök sjálfboðaliðaverðlaun frá Íþróttabandalagi Suðurnesja á uppskeruhátíð bandalagsins í Íþróttahúsi Njarðvíkur í dag. Þá fékk Samkaup verðlaun bandalagsins fyrir mikinn stuðning við íþróttir í bæjarfélaginu í langan tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristín Kristjánsdótir, kaupkona í versluninni Kóda er ein af upphafsaðilum að einu stærsta íþróttamóti landsins ár hvert, Samkaupsmótinu í körfubolta yngri flokka. Hún átti drengi í körfubolta og þannig byrjaði hún sitt sjálfboðaliðastarf í kringum körfuna. Hún hélt því reyndar lengi áfram þó drengirnir hennar yxu úr grasi. Kristín fékk Keflavík og Njarðvík til að standa saman að þessu móti en þessir erkifjendur á íþróttavellinum hafa í mörg ár sameinast um þetta stóra verkefni sem hefur verið stutt ríkulega af Samkaupum hf. en mótið ber nafn þess. Um eitt þúsund krakkar hafa undanfarin ár komið til Reykjanesbæjar til þátttöku í mótinu og annar eins fjöldi fylgt þeim.

Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa tók við viðurkenningu úr hendi Jóhann Magnússonar, formanns ÍRB en félagið hefur verið meðal stærstu styrktaraðila íþróttalífs á svæðinu í áratugi.


Að ofan er Kristín með Jóhanni formanni Keflavíkur og á neðri myndinni er hann með Ómari  Valdimarssyni, forstjóra Samkaupa.