KR skellti Keflavík í kvennakörfunni
KR-konur komust á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð í 1. deild kvenna með því að vinna 15 stiga sigur á Keflavík í KR-húsinu á laugardag, 52-37. Keflavík komst reyndar í 0-10 en KR var komið yfir í hálfleik, 20-19 og vann síðan seinni hálfleikinn 32-18.Hildur Sigurðardóttir átti frábæran leik hjá KR og skoraði 23 sitg og tók 22 fráköst og Helga Þorvaldsdóttir var með 13 stig og 9 fráköst. Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir langstigahæst með 17 stig, 10 fráköst og 6 varin skot en Erla Þorsteinsdóttir kom næst með 8 stig.
KR vann fráköstin í leiknum 56-33 og nýtti 6 af 11 þriggja stiga skotum sínum í seinni hálfleik.
Vísir.is greinir frá.
KR vann fráköstin í leiknum 56-33 og nýtti 6 af 11 þriggja stiga skotum sínum í seinni hálfleik.
Vísir.is greinir frá.