Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 13. nóvember 2000 kl. 07:00

Kjörísbikarinn til Grindavíkur

Grindavík vann Kjörísbikarinn í körfuknattleik karla sl. sunnudagskvöld. Lokatölur voru Grindavík 96 - KR 73. Úrslitaleikurinn, sem var gegn KR, var hin besta skemmtun enda léku Grindavíkurpiltar við hvern sinn fingur og voru sérstaklega duglegir við að raða niður þriggja stiga skotum. Leikurinn var þó tiltölulega jafn framan af fyrri hálfleik og í leikhléi var munurinn sjö stig, 47 - 40 Grindavík í vil. Í þriðja leikhluta gerðu Grindvíkingar svo nánast út um leikinn með frábærum leikkafla og bættu enn við forystuna í fjórða og síðasta leikhlutanum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024