Keflvíkingar undir í einvíginu við Tindastól
Keflavík lék fyrsta leikinn í úrslitakeppni Subway-deildar karla norður á Sauðárkróki í gæt þar sem þær mættu mikið betur stemmdu liði Tindastóls sem hafði frekar auðveldan sigur, 101:80.
Tindastóll - Keflavík 101:80
(26:20, 23:17, 27:20, 25:23)
Eftir rólegan fyrsta leikhluta fóru Stólarnir að taka fram úr Keflvíkingum og náðu nítján stiga forystu upp úr miðjum öðrum leikhluta (47:28), Keflvíkingar gerðu þó vel að minnka muninn í tólf stig fyrir hálfleik (49:37),
Sami taktur var á Keflvíkingum í seinni hálfleik og voru þeir aldrei líklegir til að jafna, mestur munur varð á liðunum í lokin þegar Tindastóll komst í 100:74, 26 stiga munur.
Liðin mætast í öðrum leik viðureignarinnar á heimavelli Keflvíkinga föstudaginn 8. apríl klukkan 20:15.
Keflavík: Valur Orri Valsson 17, Darius Tarvydas 15/9 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/4 fráköst, Dominykas Milka 11/10 fráköst, Jaka Brodnik 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 9, Mustapha Jahhad Heron 4, Ágúst Orrason 2, Magnús Pétursson 2, Arnór Sveinsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Nikola Orelj 0.