Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar styrktu stöðuna á toppnum
Fimmtudagur 26. janúar 2012 kl. 09:08

Keflvíkingar styrktu stöðuna á toppnum

Keflavík sigraði lið Njarðvíkur 68-62 í toppslagslagnum í Iceland Express-deild kvenna í gærkvöldi, Lele Hardy var með 25 stig og 15 fráköst fyrir Njarðvík en Jaleesa Butler átti stórleik fyrir Keflavík og skoraði 35 stig og tók 18 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík er á toppnum með 30 stig og Njarðvík í öðru sæti með 26 stig. Keflavíkurkonur virtust vera í miklum hefndarhug í upphafi leiks því þær komust í 8-2 og 11-4 en þá fóru heimastúlkur í gang, skoruðu 18 stig í röð og komust í 22-11. Njarðvíkurliðið var síðan 25-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann.

Njarðvík skoraði fimm fyrstu stig annars leikhluta og komust fjórtán stigum yfir, 30-16, en Keflavíkurliðið náði að vinna sig inn í leikinn á ný og náði að minnka muninn í tvö stig, 35-33, þegar 73 sekúndur voru til hálfleiks. Lele Hardy endaði hálfleikinn á því að setja niður þriggja stiga körfu og Njarðvík var því 38-33 yfir í hálfleik.

Keflavíkurkonur byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega, skoruðu 12 af fyrstu 14 stigum þriðja leikhlutans og voru komnar með fimm stiga forskot, 45-40. Jaleesa Butler skoraði átta stig á þessum kafla og var alls með 10 stig í leikhlutanum. Keflavík var síðan 53-45 yfir fyrir lokaleikhlutann eftir að hafa unnið 3. leikhlutann 20-7.

Keflavíkurliðið náði mest fimmtán stiga forskoti í fjórða leikhlutanum, 66-51, en Njarðvík minnkaði muninn í sex stig fyrir leikslok án þess þó að ógna mikið sigri Keflavíkur.

Njarðvík: Lele Hardy 25/15 fráköst/6 stolnir, Shanae Baker-Brice 20/11 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 5/6 fráköst, Harpa Hallgrímsdóttir 4/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Salbjörg Sævarsdóttir 2, Petrúnella Skúladóttir 2, Ína María Einarsdóttir 1.

Keflavík: Jaleesa Butler 35/18 fráköst/5 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 12/5 stolnir, Hrund Jóhannsdóttir 4, Helga Hallgrímsdóttir 4/12 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 4/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3/4 fráköst, Shanika Chantel Butler 2/7 fráköst/5 stoðsendingar.