Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 6. júlí 2001 kl. 11:01

Keflvíkingar sterkari í Coca-Cola

Keflvíkingar komust áfram í 8 liða úrslit Coca-Cola bikarsins þegar þeir unnu Sindra 3-0 á Hornafirði. Heimamenn tóku vel á móti Keflvíkingunum sem máttu hafa sig alla við.
Fyrsta mark leiksins átti Guðmundur Steinarsson á 28. mínútu og var það eina markið sem var skorað í fyrri hálfleik. í seinni hálfleik stóðu heimamenn sig mjög vel en Keflvíkingar sýndu yfirburði sína, fyrst með marki Þórarinns Kristjánssonar. Jóhann Benediktsson skorði síðan þriðja mark gestanna þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum.
Í kvöld verður mikiðum að vera hjá Suðurnesjaliðunum í neðri deildum. Víðir mætir Skallagrími í Borganesi í 2. deild og Reynir og Njarðvík eiga bæði útileiki. Reynir mætir KFS en Njarðvík sækir Selfyssinga heimí b-riðli 3. deildar. Allir leikirnir hefjast kl. 20.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024