Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar semja við Titus Rubles
Fimmtudagur 14. ágúst 2014 kl. 15:55

Keflvíkingar semja við Titus Rubles

Í gær kom það í ljós að Damon Johnson mun leika með Keflvíkingum á næsta tímabili í Domino's deild karla í körfuboltanum. Keflvíkingar hafa einnig gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn Titus Rubles um að hann leiki með liðinu á komandi tímabili. Rubles, sem er framherji upp á 204 cm, kemur úr hinum sterka Cincinnati háskóla þar sem hann skoraði 7 stig og hirti 7 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024