Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 5. apríl 2003 kl. 17:22

Keflvíkingar komnir með yfirhöndina

Keflvíkingar hafa tekið forystuna í úrslitaeinvíginu gegn Grindavík í Intersportdeild karla í körfuknattleik. Þeir sigruðu Grindavík 103 - 94 í skemmtilegum og tilþrifamiklum leik sem fram fór í Grindavík í dag. Keflvíkingar höfðu yfirhöndina frá upphafi og héldu því allt til loka, en staðan í hálfleik var 62:46 fyrir Keflavík. Í liði Grindvíkinga var Darrel Lewis stigahæstur með 26 stig, Guðlaugur Eyjólfsson 20, Helgi Jónas Guðfinnsson 19 og Guðmundur Bragason 18. Damon Johnson var atkvæðamestur hjá Keflvíkingum en hann skoraði 28 stig og Edmund Saunders skoraði 27. Myndasyrpa úr leiknum.Næsti leikur liðanna fer fram á mánudag kl. 19:15 á heimavelli Keflvíkinga.

Vf-ljósmyndir: Tobbi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024