Keflvíkingar kæra ekki
Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að kæra ekki atvik sem átti sér stað undir lok bikarleiks Njarðvíkur og Keflavíkur á sunnudag.
Á myndbroti sem hægt er að sjá í frétt VF frá því í gær sést hvar Guðmundur Jónsson, Njarðvíkingur, og Sverrir Þór Sverrisson, Keflvíkingur, lenda saman og mátti túlka sem svo að Guðmundu hefði slegið Sverri.
Keflvíkingum finnst nóg komið af kærumálum í körfunni vetur og hafa því ákveðið að aðhafast ekkert frekar í málinu.
Á myndbroti sem hægt er að sjá í frétt VF frá því í gær sést hvar Guðmundur Jónsson, Njarðvíkingur, og Sverrir Þór Sverrisson, Keflvíkingur, lenda saman og mátti túlka sem svo að Guðmundu hefði slegið Sverri.
Keflvíkingum finnst nóg komið af kærumálum í körfunni vetur og hafa því ákveðið að aðhafast ekkert frekar í málinu.