Keflvíkingar í Danmörku
Svo virðist sem að þeir séu jafn fáir fánarnir sem dregnir hafa verið að húni og þeir sem hafa sótt kjörstaði á Suðurnesjum í morgun. Fyrirtæki og meira að segja nokkrar opinberar stofnanir hafa ekki séð sér fært að flagga íslenska fánanum á þessum degi forsetakosninga þó svo að full ástæða sé til. Töluvert af suðurnesjamönnum hafa keypt sér fallegar fánastangir til þess að flagga við sérstök tilefni en virðast þó ekki nota hann á hátíðardögum. Töluvert hefur borið á því að menn sem vilja halda í þá hefð að flagga á dögum sem þessum hafa lýst yfir óánægju sinni yfir áhugaleysi íbúa við að sýna íslenska fánann. Blaðamaður Svart og Sykurlaust tók stuttan bíltúr á leið á kjörstað í morgun og taldi þá fána sem hann sá á leið sinni í Heiðarskóla þar sem að kosningarnar fara fram í Reykjanesbæ. Ágætur spotti var á kjörstað frá þeim stað þar sem blaðamaðurinn ákvað að telja fánana. Þeir voru heilir 7 fánar sem hann gat talið, þar á meðal voru 6 þeirra flaggaðir fyrir utan og við Heiðarskóla. Aðeins ein opinber stofnun hafði flaggað fána sínum á þessari leið og keyrði hann framhjá tveimur opinberum stofnunum í viðbót þar sem flaggstöngin stóð nakin í rigningu og roki.