Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Keflvíkingar enn án sigurs
Miðvikudagur 23. júlí 2014 kl. 09:29

Keflvíkingar enn án sigurs

Keflavíkurstúlkur töpuðu gegn Víkingum Ó. á Nettóvellinum í Reykjanesbæ í gær, 0-3 þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Staðan var 0-2 fyrir Víkinga í hálfleik en heimastúlkur mættu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik. Keflvíkingar sóttu stíft og áttu fjölda færa en mörkin létu á sér standa. Það var svo undir lokin að Víkingar skoruðu eftir hornspyrnu þvert gegn gangi leiksins.

Keflvíkingar eru á botni A-riðils 1. deildar með aðeins eitt stig eftir 11 leiki.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

VF Myndir: Eyþór Sæm.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25